laugardagur, júní 23, 2007

Annar Tugur Dauðans!

Maður gerir hvað sem er til þess að halda uppá tvítugsafmælið sama hve óviturlegt eða fábjánalegt það sé undir ákveðnum kringumstæðum. Mín hugmynd, þar sem ég hef verið gagnrýndur sterklega og harðlega fyrir það að halda lítið uppá seinustu afmælin var að leigja sumarbústað. Það gerði ég fyrir helgina þann 8-10. júní gegnum frænda minn, því miður þá fór það til andskotans þar sem að ekki aðeins var bústaðurinn sá minnsti á svæðinu og elsti, heldur var gífurlegur matarskortur og einn vinur minn drakk sig til dauða fyrsta kvöldið.




Yfirgnæfilegt ósætti fylgdi þessari ferð, og þrátt fyrir að hafa verið ævintýri þá var það ekki beint það sem ég vildi sem tvítugsafmælið mitt. Heppilega þá leigðu foreldrar mínir sumarhöll, ekki sumarbústað heldur höll. Líklegast flottasti staður sem hægt er að leigja útá landi og þá höll fékk ég að nota í þrjá daga, frá 19-22. júní. Hér er smá búti af staðnum á mynd...




Í stuttu þá var þetta þriggja daga drykkja, maður kom á staðinn, drakk og sofnaði. Vaknar næsta dag, drekkur, drekkur, drekkur, sofnar...










Já, þetta var ágætt.


Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: