Sindri Gretarsson 12. apríl 2007 ***/****
1492: Conquest of Paradise er mynd sem fær mjög skiptar skoðanir, henni gekk illa í kvikmyndahúsum á sínum tíma og gagnrýnendur voru yfir höfuð ekkert sérlega hrifnir af myndinni. Hinsvegar er ég alger Ridley Scott gelgja og mjög stoltur að því, Ridley Scott er sjónrænn leikstjóri og kvikmyndirnar hans eiga það allar sameiginlegt að vera alveg ótrúlega vel gerðar. Það sem stendur yfirleitt mest uppúr er kvikmyndatakan, hann skapar veröldir gegnum myndavélina og hann gerir það fullkomlega í 1492. Eins og nafnið segir þá gerist myndin árið 1492 á Spáni og fjallar um Kristófer Kólumbus og ferðina hans þvert yfir Atlandshafið til Ameríku. Á þessum tíma var spænski rannsóknarétturinn á hápunkti sínum, fólk var brennt á báli fyrir trúarbrögð sín og skoðanir, Kólumbus eins og hann er gerður í myndinni er sýndur sem samviskusamur draumóramaður sem vill nýjan heim burtu frá öllu þessu veseni á Spáni. Af einhverjum ástæðum var Ridley Scott fastur á því að fá Gérard Depardieu sem Kólumbus þrátt fyrir hans kolþykka franska hreim, en burtséð frá þessum hreimi þá fannst mér hann passa í hlutverkið sitt nokkuð vel. Það tekur mögulega tíma að venjast honum en í lokin þá var ég sannfærður um að þetta væri Kólumbus og ekki Gérard Depardieu. Ridley Scott skapar eins og ég sagði alveg frábæra veröld inn í kvikmyndinni, hann gerir hinsvegar nýja heiminn frekar ofbeldisfullann og þunglyndislegann á meðan Spánn er merkilegt og lífríkt land, mögulega var það viljandi gert. Veröldin er mjög sannfærandi en efnið sjálft er frekar ótraust, handritið er ekki illa skrifað en það er mjög klisjukennt og á pörtum jafnvel hlægilegt. Það er útaf þessu sem margir hreinlega geta ekki fílað þessa mynd, það fór ekki eins mikið í taugarnar á mér og mörgum öðrum, áhuginn minn var alltaf gangandi og annað en mörgum finnst þá fannst mér 1492 ekki vera langdregin. Það verður einnig að benda á það að þó að myndin sé byggð á sögulegum heimildum þá er hún ekki endilega sögulega rétt, Kólumbus var að öllum líkindum morðóður hálviti en kvikmyndin er frekar að fara fantasíu aðferðina á söguna og ekki þá bókstaflegu. Þetta er mynd fyrir þá sem geta notið sín í löngum stórmyndum sem taka sinn tíma í að segja söguna, hún hefur mörg löng og falleg skot drifin áfram af tónlist sem var samin af engum öðrum honum Vangelis, án efa eitt besta tónlistaverk fyrir kvikmynd hingað til. Ef þú grafar eftir göllum þá muntu finna nóg af þeim, en ég hef alltaf gaman af þessari mynd, hún hefur ákveðin fíling sem heldur athyglinni minni uppi.
Sindri Gretarsson.
fimmtudagur, apríl 12, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Crap crappy crap crap crap.
Þú ert crap Þossi :Þ
Skrifa ummæli