fimmtudagur, apríl 05, 2007

Sunshine

Sindri Gretarsson 5. apríl 2007 ***1/2 af ****

Sunshine hefur sama söguþráð og hver einasta heimsendamyndin og hefur einnig þá skemmtilega klisju að það þarf einhverja svakalega kjarnorkusprengju til þess að bjarga heiminum hvort það sé halastjarna sem ógnar jörðinni eða kjarni Jarðarinnar sem hættir að snúast eða í þetta skipti, sólin hætti að virka. Það sem Sunshine gerir hinsvegar öðruvísi/betur heldur en aðrar heimsendamyndir er að skapa trúverðugar og raunverulegar persónur sem þér þykir eitthvað vænt um, meðal þess þá fellur Sunshine ekki í neinar Hollywood gryfjur, það eru þó klisjur að eiga sér stað en á litlum skala. Auk þess að vera svakalega flott og ekki bundin við neinar grafískar takmarkanir (þar sem myndin er bresk guðs sé lof) þá er myndin mjög falleg og ógnvekjandi á sama tíma og ekki gleyma mjög gróf í alla staði. Framleiðslugæðin, myrkra andrúmsloftið og persónurnar gera myndina spennandi, þessi óhefðbundna aðferð á þessari heimsendaklisju lætur þig halda að hvað sem er gæti gerst. Heimsendamyndir enda allar eins, en Sunshine heldur hjartanu pumpandi alveg þar til í blálokin út af þessari óhefðbundnari aðferð. Danny Boyle nær að umbreyta þessum klisjukennda söguþræði og gera býsna vel heppnaða kvikmynd, hann hefði getað fallið í skrípaleikinn hvenær sem er eins og vanalega gerist í svona kvikmyndum en maðurinn veit greinilega nákvæmlega hvað hann er að gera. Ég mæli virkilega með Sunshine, sérstaklega þar sem bíósalurinn var mjög fámennur og þar sem Sunshine er ein af betri science fiction kvikmyndum seinustu ára.


Sindri Gretarsson.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábær mynd, með betri myndum ársins.