Sindri Gretarsson 5. febrúar 2007 ***/****
Það er svo yndislegt að horfa á Arnold Schwarzenegger drepa fólk, hvað er betra heldur en að horfa á Arnold í ofbeldisyfirdrifinni-súrréalískri-mindfökking Paul Verhoeven kvikmynd? Total Recall er klassísk vísindaskáldsaga byggð á Philip K. Dick smásögu, Arnold leikur Douglas Quaid, venjulegann verkamann árið 2084 sem ákveður að fara í Rekall, fyrirtæki sem gefur þér minningar af skemmtiferðum og þannig fríum. Þaðan fer líf Quaid í mjög óvænta stefnu, meira er varla viturlegt að segja án þess að mögulega skemma myndina fyrir lesanda. Total Recall er ein af mörgum Schwarzenegger myndum sem er nostalgíuveisla fyrir sjálfan mig þar sem ég sá þær allar margoft á mjög ungum aldri, ég tel að þær hafa allar skilið eftir sér stór áhrif á hvernig ég hugsa um kvikmyndir og kvikmyndagerð. Fyndið að þegar ég hugsaði um Total Recall þegar ég hafði ekki séð hana í mörg ár þá mundi ég alltaf eftir bútum í myndinni sem innhéldu svakalega ofbeldisfull augnablik. Paul Verhoeven hefur svakalegt fetish fyrir grófu kynlífi en einnig grófu ofbeldi og af því síðarnefnda er nóg af í Total Recall, sem er frábært. Hinsvegar þá er líka sögurþráður og jafnvel persónur í myndinni, en Arnold gefur þannig geisla frá sér að einhvern veginn hættir myndin að geta verið alvarleg en Total Recall er alls ekki mynd sem er fullalvarleg, þvert á móti tel ég. Tæknibrellurnar eru fyrsta flokks gæði miðað við 1990 en það merkilegasta tel ég vera brúðurnar eða tæknin notuð í að skapa gerviandlit og gervimanneskjur, þó stundum augljósar þá verður að segjast að það var helvíti vel gert. Total Recall er líklega eina vísindaskáldssögu-kvikmynd sem hefur þann kost að hafa mjög hugmyndaríkt ofbeldi, kannski telst Starship Troopers með enda er það einnig Verhoeven mynd. Myndin hefur sína kosti og galla, þrátt fyrir að ég tel hana vera frábæra þá hefur hún of stóra galla til þess að einfaldlega fá fullt hús, en skemmtanagildið er mikið og fyrir hvern sem fílar one-linera hjá Arnold og yfirdrifið ofbeldi blandað saman við hugmyndaríkt framtíðarumhverfi og hefur ekki séð Total Recall, þá skaltu ekki hika við að sjá hana sem fyrst.
*Quaid is strapped to a mind controlling device*
COHAAGEN: Relax, Quaid. You'll like being Hauser again.
QUAID: The guy's a fucking asshole!
---
*Quaid is confused*
QUAID: If I am not me, den who da hell am I?
___
*Quaid has Richter hang from an elevator and both his hands are ripped off*
QUAID: See you at the party Richter!
*Richter falls down and Quaid throws his hands down with him*
Yndislegt...
Sindri Gretarsson.
mánudagur, febrúar 05, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli