Sindri Gretarsson 25. febrúar 2007 ***/****
Running Scared er mynd sem ég sé eftir að hafa ekki séð fyrr, Paul Walker er eða var allavega eitt mesta turn-off þegar það kom að kvikmyndum og þar af leiðandi var áhugi minn nánast enginn þegar myndin var sýnd í bíóhúsum. Það er þó skemmtilegt þegar mynd kemur þér á óvart, Running Scared er eðaldæmi um kvikmynd sem líkist nútímamyndasögum mest. Söguþráðurinn er mjög myndasögulegur og myndatakan/klippingin líkist myndasögum (og nýju Tony Scott myndunum) en aðallega er það ofbeldið sem sýnir sig mest, semsagt mjög gróft og yfirdrifið. Ég hefði átt að hafa meiri trú á leikstjóranum Wayne Kramer sem gerði The Cooler, hann sýnir það með Running Scared hve svakalega óhefðbundinn leikstjóri hann er, í augum hans eru kvikmyndareglur aðeins lego kubbar til þess að leika sér með. Fyrir utan það að myndin kom mér vel á óvart þá kom Paul Walker mér einnig á óvart, Running Scared er án vafa hans besta hlutverk hingað til, hann getur allavega leikið og Running Scared sýnir það. Yfir heildina er Running Scared bara býsna góð, mjög óhefðbundin mynd, því minna ég segi um hana því betra, en ég get allavega mælt með henni fyrir alla þá sem eru djúpt grafnir í myndasögur.
Sindri Gretarsson.
sunnudagur, febrúar 25, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þetta var alveg svakalega skrifuð grein! Eitt kröftugasta ritverk allra tíma segi ég.
kv. thor
Skrifa ummæli