sunnudagur, febrúar 04, 2007

The Prestige

Sindri Gretarsson 4. febrúar 2007 ***1/2 af ****

Christopher Nolan hefur sér þann vana samkvæmt fyrri myndirnar sínar að halda sögunni sífellt gangandi, það er aldrei neinn hægur né veikur punktur því að hraðinn í framvindunni er stanslaus og klippingin er svo hröð, en það virkar alltaf. The Prestige er nákvæmlega svona, það er erfitt að koma henni saman en hún er samt sáraeinföld, söguþráðurinn er ekki flókinn en tímaleysið í uppbyggingunni og endurlitin gera söguna mun erfiðari að seta í rétt samhengi. Myndin fjallar í stuttu máli um Robert Angier (Hugh Jackman) og Alfred Borden (Christian Bale) sem verða óvinir eftir að Borden orsakar versta slys fyrir Angier. Seinna þegar Borden finnur uppá eitt besta töfrabragði í heiminum þá verður Angier óður í að komast að leyndarmálum hans Borden. Verður það að keppni tveggja manna sem óendanlega mun ganga alltof langt fyrir þá báða. Má merkja Prestige sem nýjustu tilraun Christopher Nolan og bróður hans Jonathan Nolan í frumleika, handritið þeirra er býsna vel skrifað og sýnir góðan skilning á undirstöðu töfrabragða enda byggir hún alla myndina á því, brögðin sjálf koma vel út á mynd, mér leið nánast eins og ég væri að horfa á þau á sviði meðan þau áttu sér stað. Hugh Jackman, sem er víst hörkugóður leikari á sviði, sýnir það í The Prestige með frábærar sviðsframkomur og auðvitað góðan leik í allri myndinni og sama má segja um Christian Bale, sem hefur hinsvegar mun færri tækifæri til þess að sýna sig vel á sviði. Það er mjög mikilvægt að þú spennir athyglinni frá fyrstu sekúndu myndarinnar ef þú vilt skilja brögðin bakvið söguna því hvert einasta atriði inniheldur upplýsingar um lausnir raðgátur myndarinnar. Mér fannst hinsvegar þessi hraði sem myndin heldur sér yfirlíta suma mikilvæga hluti fyrir aukapersónurnar, þrátt fyrir að vera AUKApersónur þá fannst mér það hefði verið hægt að bæta inn aðeins meiri áherslur fyrir þær. Einnig er notað hræðilegt poplag í lokatextunum sem gersamlega eyðilagði endastafina, hinsvegar eru þetta ekki nægar ástæður til þess að draga niður heila kvikmynd. The Prestige er ein af betri myndum ársins og ein af þeim merkilegri, hún hefur nánast ekkert sameiginlegt með The Illusionist fyrir utan það að báðar myndir fjalla að hluta til um töfrabrögð. Christopher Nolan er að hækka í áliti eftir hverja einustu mynd og ef hann heldur svona áfram þá ætti hann að verða af einum bestu kvikmyndagerðamönnum samtímans, en það kemur í ljós.


"ALFRED BORDEN: Are you watching closely?"


Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: