sunnudagur, febrúar 04, 2007

The Last King of Scotland

Sindri Gretarsson 4. febrúar 2007 ***/****

Árið er 1970, Nicholas Garrigan er ungur skoskur læknir sem fer til Úganda í ævintýraþrá eftir að vera orðinn þreyttur af fjölskyldulífi sínu heima, þar hittir hann nýja forsetann Idi Amin. Amin er mjög hrifinn af Skotlandi og Garrigan verður persónulegi læknir og vinur Amin, Garrigan sem er ungur og frekar óþroskaður í skapgerð tekur við öllu sem Amin býður honum, þar á meðal stöðu við að vera einn helsti ráðsmaður hans. Pólitísku aðstæðurnar í Úganda fara að versna og Amin breytist hægt í morðóðann einræðisherra, Garrigan verður þá fastur í gripum Amin og á jafnvel að hluta til þátt í fjöldamorðum Amin án þess að gera sér grein fyrir því. Idi Amin sem er söguleg manneskja, er einstaklega vel leikin af Forest Whitaker, Amin er eins og stórt barn sem sett er í stöðu forseta, hann er morðóður, ógnvekjandi, samviskulaus og miskunarlaus en samt fyndinn og skemmtilegur á sama tíma. James McAvoy leikur Garrigan sem er skálduð manneskja hinsvegar, en hann stendur sig vel og gefur áhorfendanum einhverja persónu sem hægt er tengja sig betur við. Myndin er byggð á samnefndri bók eftir Giles Foden og er Nicholas Garrigan byggður að hluta til á manneskju sem var undir stjórn Amin svo að myndin hefur einhver söguleg gildi, sumu er breytt og þessu þjappað saman en myndin byggir söguna sína alla kringum sögulega atburði. Myndin hegðar sér eins og kennsla í siðfræði sem sýnir hvernig minnstu ákvarðanir geta breytt öllu, Amin og Garrigan eru báðir eins og stór börn aðeins á sitthvorum enda skalans en hafa þó stór áhrif á hvorn annan. Þegar raunveruleikinn fer að taka yfir líf Garrigans þá verður örvæntingin ráðandi, hann hefur komið sér í verstu hugsanlegu aðstæður útaf sitt eigið þroskaleysi. The Last King of Scotland er mjög vel gerð en hefði gagnast betur af þéttari uppbyggingu og meiri áherslu á afleiðingum gjörða Idi Amin, en annars þá er myndin vel heppnuð og mun vera eftirminnanleg útaf frammistöðu Forest Whitakers.


"IDI AMIN: If I could be from anywhere except Uganda, I would be a Scot! I love *everything* about Scotland!... Apart from red hair, which your women may find attractive but which in Africa is quite disgusting."


Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: