mánudagur, janúar 29, 2007

"What exactly is your objection to paying for things"

Þessa spurningu fékk ég gegnum imdb messege boards um "ólögleg" internet niðurhlöð. Samhengið verandi það að ég sagðist ekki vilja kaupa geisladisk sem hafði eitt lag sem ég var að leita af, úr því spruttu upp langar samræður. Margir eru greinilega á því áliti að það að downloada geisladiskum/lögum/myndum etc, sé það sama og að stela úr/frá búðum/eigendum/höfundum.

Af hverju í andskotanum á ég, fátækur námsmaður, að borga morðfjár fyrir heilan geisladisk til þess að fá eitt lag sem ég er að leitast eftir? Það er ekki eins og plötufyrirtæki séu að fara á hausinn, þvert á móti þá gengur þeim tiltörulega vel. Einu rökin á móti eru þau að fyrirtækin gætu verið að græða aðeins meiri pening en þau eru að græða. Persónulega finn ég alls enga samúð fyrir stórkeðjunum og þeim feitu gömlu köllum sem sitja á hásætum þeirra og græða milljónir á mánuði og búa í risakastölum og henda peningum sínum í hvað mesta kúgunaerferli gagnvart fátækum þjóðum í Afríku.

Hvað þá að downloada kvikmyndum? Ég er ekki hræddur við að viðurkenna það að ég hafi gert það, geri það jafnvel enn stundum. Hinsvegar á móti þá á ég vel stórt DVD safn og ég held áfram að kaupa helling af kvikmyndum á DVD. Ég er semsagt óvinur útgáfufyrirtækjanna en einnig helsti viðskiptavinurinn, það er ekki beint að virka er það? Allt þetta gífurlega rennsli á kvikmyndum gegnum internetið getur sér jafnmarga kosti og galla. Helsti gallinn, augljóslega, er sá að fyrirtækin tapa eitthvað magn af peningum. Helsti kosturinn, allt þetta flæði af upplýsingum auglýsir kvikmyndirnar, skapar "word of mouth" eins og það kallast.

Sama hve miklum áróðri fyrirtækin skapa til þess að kasta á okkur um peningamissi þá reynast þeir allir ýktir til helvítis. Sem leiðir að lokum til örvæntingu, t.d þessar fáranlegu auglýsingar sem eru nú á nánast hverjum einasta DVD diski: "DOWNLOADING MOVIES IS PIRACY". Ég veit ekki um neina manneskju sem hatar ekki þessa auglýsingu, enda eru rökin í henni jafn óstöðugar og allur andskotinn. Er það hið sama, að ég skuli downloada nýjasta Rome þættinum, og að persónulega ræna honum frá HBO? Er það maðurinn sem setti þáttinn á netið illmennið? Ég downloada aðeins hlutum sem ég hef áhuga á, sem leiðir 95% tilfella að því að ég kaupi þá hluti. Ætti ég að bíða í heilt ár til þess að sjá Rome season 2 á DVD þegar ég get horft á það í dag og keypt það seinna hvort sem er?

Hinsvegar þá downloada margir hvað sem er sem kemur á netið, ég takmarka sjálfan mig við það sem ég hef pottþéttan áhuga á. En þessi niðurhlaðs tíska er orðin svo útbreydd og algeng að það er ekki lengur hægt að dæma um það, þrátt fyrir það þá eru stórfyrirtækin og keðjurnar ennþá fullgangandi og græða óendalausar milljónir á ári. Það líður ekki langt þar til að fólkið sem downloadar af netinu sé sama fólkið og stjórnar þessum útgáfufyrirtækjum, hvað er ég að bulla, það fólk fær frí eintök, bastarðir...

Ef ég held áfram þá fer ég að skrifa í hringi, ég einfaldlega nenniggi að koma með stærri ritgerð um þetta efni. Ég er örugglega að gleyma helling, annars er þetta allavega hluti af minni skoðun gagnvart þessu.


Fökking-fökk-fökk.


Sindri Gretarsson.

2 ummæli:

Þorsteinn sagði...

Nokkuð sammála og allt það, eins og frægt er eru downloadararnir stærstu viðskiptavinirnir og viðskiptin eru alltaf að aukast. Þeir eru að fara að átta sig á þessu, eins og sjá má á t.d. YouTube, kolólögleg starfsemi en fær samt að starfa frjálst, því að þeir átta sig á því að þeir græða á YouTube og tapa á því að berja þá niður. So things are looking up.

En! Tíska er með í og ekki ý. Og fallbeyging, fallbeyging!

S.G. Andersen sagði...

FÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖKK fallbeyging!