þriðjudagur, janúar 16, 2007

Rob Roy

Sindri Gretarsson 16. janúar 2007 ***1/2 af ****

Af þeim myndum sem ég flokka undir ´gleymdar myndir´ þá er Rob Roy án efa í þeim flokki. Með gleymdum myndum þá tala ég um gæðamyndir sem smám saman hafa gleymst í minningu fjöldans og einnig þær myndir sem nýju kynslóðirnar vita yfirleitt ekki af. Rob Roy er mjög heillandi lítil mynd gerð í gamaldagsstíl, myndin flæðir og hegðar sér mjög líkt leikrit. Framvinda sögunnar er töluvert hæg en gefur sér meiri tíma í að grafa sig inní persónur myndarinnar og umheiminn kringum þær. Myndin gerist árið 1713 í Skotlandi undir yfirráðum Breta, Robert Roy McGregor (Liam Neeson) er skoskur hirðsmaður ættar sinnar sem ákveður að fá lán hjá Lávarði Montrose (John Hurt) til þess að betrumbæta ætt sína og aðstæðurnar sem hún lifir í sem fara sífellt versnandi. Undir Montrose er Archibald Cunningham (Tim Roth), ungur herramaður, og ekki gleyma óendanlegur bastarður, sem með öðrum bastarði Killearn (Brian Cox) rænir lánið, og komast þeir upp með það. Sterkasti kostur myndarinnar er frammistaðan hans Tim Roth, Cunningham er einhver minnugasti óvinur sem ég hef nokkurn tíman séð í kvikmynd og Roth átti skilið óskarinn sem hann tapaði fyrir Kevin Spacey, en sem betur fer þá vann hann allavega Bafta verðlaunin. Hinir leikararnir, þó allir mjög góðir, falla undir skugga Tim Roth, hann stal gersamlega allri myndinni. Þegar ég tala um gamaldagsstíl í myndinni þá meina ég klippingin, myndatakan, tónlistin og þannig. Mikið er um víðskot og myndatakan heldur rólegheitum gegnum alla myndina, klippingin er mjög hefðbundin á gamlan hátt (mikið af dissolves fyrir þá sem þekkja orðið) og tónlistin eftir Carter Burwell er svakalega melódísk og passar fullkomlega fyrir myndina. Rob Roy er alls ekki fullalavarleg, ég myndi flokka hana sem comedy/drama, húmorinn er undirliggjandi sem og ekki gegnum alla lengdina en því miður þá féll Rob Roy undir skugga Braveheart þar sem báðar myndir komu á svipuðum tíma. Braveheart átti réttilega skilið sitt hrós en Rob Roy átti hinsvegar meira hrós skilið en hún fékk, það þarf þolinmæði til þess að fíla Rob Roy en að lokum er það þess virði. Rob Roy er ekki bara skemmtileg heldur merkileg í sínu sögulega gildi, það er ekki mikill hasar né neinar stórorrustur enda er þetta mynd á litlum skala, en myndin notar allan efnivið sinn hæfilega en þrátt fyrir alla sína kosti þá dregur hún lengdina en kemst rétt svo upp með það. Ég ekki langt frá því að kalla Rob Roy klassík, ekki er þetta bara mjög einstök mynd heldur er hún ekki að horfa í burtu frá ofbeldi, kynlífi og öðrum grófari hlutum, sem í minni bók ef notað rétt, er góður kostur.



WILL: Are you Robert Roy McGregor?

ROB ROY: I am.

WILL: I am Will Guthrie. Have you heard of me?

ROB ROY: No, I have not.

WILL: Well, I've heard of you.

ROB ROY: Indeed. And what have you heard?

WILL: I heard you backstabbed Tam Sibbald.

ROB ROY: Were you and Tam kin?

WILL: Near enough. I shagged his sister.

KILLEARN: Likely so did Tam.

---

BETTY: But I love you Archie!

CUNNINGHAM: Love is a dung hill, Betty, and I am but a cock that climbs upon it to crow.

---

DUKE OF ARGYLL: So, Mr. Cunningham, what are these principle sins that distress your mother? Dice? Drink? Or are you a buggerer of boys?

CUNNINGHAM: It is years, Your Grace, since I buggered a boy... And in my own defense, I must add, I thought him a girl at the moment of entry.

DUKE OF ARGYLL: Do you hear that, Will? Young Cunningham here was unable to tell arse from quim. What say you to that?

WILL: I've heard that many Englishmen have that same difficulty.

---

MONTROSE: What pride to use a fellow peer in public so! Damn his pride!

*pause*

MONTROSE: Forgive me. Damn his grace's pride!

---

KILLEARN: Sheephshaggers, the lot of you. Baaa!

---


Frábær quotes, mun fleiri í myndinni...


Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: