Já, eins og sést á ljósmyndunum hér að neðan, þá er ég kátur. Hinsvegar hef ég ekki úthugsað nálvæmlega tilganginn með þessum pósti. Á að fara leiðinlegu heimspekilegu leiðina? Er ég kátur? Hvað er kæti? Eða ætti ég kannski að sleppa kæti og tala um eitthvað merkilegra?
Ég ætla fyrst og fremst að mótmæla tilnefningu David Thewlis til Razzie verðlaunanna fyrir versta leik í Basic Instinct 2. Ég fór á þá mynd, frítt í bíó (sem betur fer) og ég var ekki sá eini sem komst að þeirri niðurstöðu að David Thewlis var það besta í myndinni. Mér er sama hvað aðrir segja en David Thewlis er góður leikari... http://www.imdb.com/name/nm0000667/
Ég vil einnig drulla á óskarinn þetta ár fyrir að hunsa Children of Men, United 93 og The Fountain fyrir bestu mynda völ. The Fountain fær ekki eina einustu tilnefningu og verandi ein flottasta mynd sem ég hef séð á ÆVI minni þá átti hún í minnsta kosti tækniverðlaun skilið. Children of Men er greinilega alltof hrá og ný fyrir óskarinn og fær þess vegna einungis tæknióskara og fyrir frumsamda handrit, búhú. Paul Greengrass fær tilnefningu fyrir United 93 en annars fær hún aðeins nokkra tæknióskara.
Óskarinn ákvað í allri sinni óendanlegri visku að tilnefna meðalgóðar myndir í ár... Babel, Letters from Iwo Jima og Little Miss Sunshine (á eftir að sjá The Queen) eru fínar myndir en engar á kalíber við myndirnar að ofan. Hinsvegar styð ég The Departed gersamlega sem sigurvegara þetta ár þar sem hún er í raun nánast besta mynd 2006 og einnig Mark Wahlberg fyrir leikaraóskar.
Leonardo DiCaprio fyrir Blood Diamond? Kommon... ég er einn af fáum íslendingum sem hefur séð myndina og það verður að segjast að mér fannst hún frekar slöpp, hvað þá að tilnefna DiCaprio? Ekki slæm frammistaða en ekki nærrum nógu góð. Sama með Djimon Hounsou sem var bara síöskrandi alla myndina... Og hvað er málið með að tilnefna Alfonso Cuarón EKKI fyrir besta leikstjóra? Children of Men var verk meistara.
Allavega þá er Children of Men tilnefnd fyrir myndatöku, sem hún á að vinna, því ef hún vinnur ekki þá mun ég endanlega aldrei taka mark á þessum flokki aftur. Eftir að Kingdom of Heaven var ekki einu sinni tilnefnd í fyrra þá einfaldlega get ég ekki tekið mark á þessum flokki, sjáum til hvort eitthvað breytist.
Tölvubrelluóskararnir fara allir í miðjumoðskenndar drullur, Pirates, Poseidon og Superman Returns. Myndir sem mér fannst allar vera frekar sucky sucky... En óskarinn í ár er eins mistækur og hann hefur ávallt verið, allavega þá slepptu þeir að tilnefna Dreamgirls sem bestu mynd. Annars fellur allt í hið dæmigerða, ennþá er óskarinn að forðast hið óhefðbundna og velur aðeins öruggar myndir. Spurning hvort að Scorsese sópi til sín verðlaunin þetta ár, flestir eru á þeirri skoðun, hann á það skilið að mínu mati, ekki því hann hefur ekki unnið áður heldur því hann á það skilið yfir hina. Það kæmi mér þó ekkert á óvart ef hann myndi ekki fá neitt...
Ég ætla að nota tækifærið til þess að sýna ykkur þetta einnig...
Stend fyrir aftan Ryan Philippe.
Og aftur, beint fyrir aftan Ryan Philippe.
Hve margir hafa staðið fyrir aftan Ryan Philippe (gaurinn er dvergur) í stríðsmynd? Þið hljótið að sjá mig, hinsvegar lít ég út eins og drulla í myndinni þess vegna póstaði myndirnar að ofan til þess að sýna það að ég er gullfallegur núna annað en í myndinni. En auðvitað kem ég fram á fleiri stöðum í myndinni, þið ættuð öll að sjá mig...
Og Ryan Philippe... tja...
Ég quota Arnold til þess að lýsa tilfinningum mínum...
"The guy is a FUCKING asshole!"
Nenei, ég á ekki að segja svona illyrði um þá snilldar manneskju.
(Ég held að þetta sé sjálfumglaðasti póstur sem ég hef skrifað hingað til)
Sindri Gretarsson.
þriðjudagur, janúar 23, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Bíddu, bíddu. Hér kem ég og býst við kvikmyndagagnrýni og hvað fæ ég!? Einhvern BLOGGPÓST!?
Annars nokkuð sammála Óskarsdæminu. Children of Men á að veita öll verðlaun heims og gefa svo Cuarón kvennabúr. Í fleirtölu. Mörg kvennabúr.
United átti að fá tilnefninguna fyrir bestu myndina jú, alveg sammála þar.
Einhvern veginn eru bandaríkjamenn frekar til í að veita mynd tilnefningu sem sýnir hlið óvinarins í Iwo-Jima í staðinn fyrir hetjudáðirnar sem að kanarnir sýndu í UNA-93. Stórskemmtileg þróun.
Skrifa ummæli