föstudagur, janúar 19, 2007

Babel

Sindri Gretarsson 19. janúar 2007 ***/****

Babel er ein önnur ádeila á mannleg samskipti, í þetta skipti er það sýnt frá sjónarhornum kringum alla Jörðina sem að einhverju leiti tengjast saman, mikið eða lítið. Brad Pitt og Cate Blanchett eru bandarísk hjón sem eru á ferðalagi í Miðausturlöndunum þegar byssukúla skýst í hálsinn hennar í rútuferð gegnum eyðimörkina. Kringum þetta atvik er sýnt frá afleiðingunum ekki aðeins tengd hjónunum heldur einnig gegnum byssumanninn og hans líf. Hliðarsögurnar eru tvær, ein þeirra fjallar um börn hjónanna og konuna sem passar upp á þau og annað er um heyrnalausa japanska stelpu sem á mikið bágt með félagstengdar aðstæður og pabba hennar sem átti riffilinn notaðan til þess að skjóta bandarísku konuna. Ætlun myndarinnar með þessum sögun er að fá áhorfandann til þess að púsla spurningunum saman og skapa sitt eigið svar, þ.e.a.s að hver og einn verður að ákveða hver ´boðskapurinn´ sé. Persónulega fannst mér þungamiðja myndarinnar vera misskilningur, eitthvað sem myndin höndlaði mjög vel að sýna hve heimskulegur og tilgangslaus misskilningur sé og hve hræðilegar afleiðingarnar geta verið. Það sem eftir verður af myndinni eru einungis þessar helstu stundir þar sem persónurnar gleyma vandamálunum sínum og sætta sig við hvort annað, eða það voru helstu breytingarnar sem áttu sér stað. Þrátt fyrir sína góðu kosti þá finnst mér að ég hafi séð þessa mynd áður, Babel á mjög margt sameiginlegt með Crash frá 2005 og ég vona að svona myndir verða ekki að tískufyrirbærum til þess að vinna óskarsverðalunin þar sem mér sýnist að Babel sé sterkur möguleiki fyrir næstu óskarsverðlaunin. Babel er vel leikin, vel skrifuð, vel gerð og hún er góð, en hún er ekkert nýtt.


Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: