föstudagur, desember 01, 2006

Conan The Barbarian

Sindri Gretarsson 1. desember 2006 ***/****

Conan The Barbarian er ein mesta nostalgíukvikmynd sem ég hef nokkurn tímann séð, ég hlýt að hafa séð hana næstum hundrað sinnum þegar ég var krakki og að enduruppgötva hana var ekkert nema stórmerkilegt. Myndin er fyndin, hvort sem viljandi eða óviljandi, jafnvel hlægileg á köflum en Arnold er stórkostlegur Conan, fullkomið val fyrir hlutverkið. Söguþráðurinn og handritið (skrifað af John Milius með honum Oliver Stone) er svakalega furðulegt, leikurinn er tilgerðalegur, framleiðslugæðin alltaf að fara upp og niður en myndin missir aldrei ævintýratilfinninguna. Ofbeldið er til staðar, en miðað við nútímamyndir þá er hasarinn langt frá merkilegur, Conan er ekki dæmi um mynd sem eldist vel. Það er hérna sem nostalgían kemur við, ég hef alltof góðar minningar um þessa mynd til þess að gefa henni slæma dóma, og það verður að segjast að Conan The Barbarian er klassík. Hérna kemur Arnold Schwarzenegger, einhver frægasta manneskja fyrr og síðar fyrst í sviðsljósið í sínu alfyndnasta hlutverki. Það er hinsvegar einn hluti sem var án efa stórkostlega vel gert, og það var tónlistin eftir hinn nýlátna Basil Poledouris, líkt og kvikmyndin þá hefur tónlistin orðið að klassík í kvikmyndaheiminum. Í fullum sannleika þá er Conan mjög heimskuleg ævintýramynd, eina leiðin til þess að njóta myndarinnar er að slökkva á heilanum og ekki fylgjast með göllunum. En ég meina hver vill ekki sjá Arnold leika villimann drepandi alla í kringum sig og gefa frá sér furðuleg hljóð? Því það er Conan The Barbarian og ég fíla það í botn.


MONGOL GENERAL: What is best in life?
CONAN: To crush your enemies, to see them driven before you, and to hear the lamentations of their women!


Sindri Gretarsson.

1 ummæli:

Þorsteinn sagði...

Ó, hvernig hann segir orðið 'lamentation'. 'lamehtaaahtion!'