sunnudagur, nóvember 12, 2006

"Six Day War" Dagurinn...

Nafnið bendir til lags eftir DJ Shadow sem Þór heldur voða mikið uppá og þetta lag víst ´einkenndi kvöldið´ samkvæmt honum Þór, en það er einmitt Þór sem er þungamiðja skrifta minn hér í kvöld...

Þessi ákveðna saga byrjar klukkan rétt fyrir miðnætti þann 11. nóvember 2006, ég þambaði bjór á leið minni í vesturbæinn (tók strætó). Ég hitti Andra og Þór, í einhverju alkaldasta og leiðinlegasta veðri á þessu ári hingað til og við göngum niður í miðbæ að þamba fleiri bjóra. Öllu gengur sæmilega, við komumst niður í bæ og förum inná Pravda, Andri og Þór drekka meira, ég drekk ekki mikið meira þar sem drykkjustuðið mitt var svakalega takmarkað þetta kvöld. Nú er klukkan yfir miðnætti, og það um klukkan 02:15 þar sem Andri (vel fullur) fær löngunina til þess að fara uppá dansgólfið. Ég var nú langt frá því að vera nógu fullur til þess að dansa, þrátt fyrir það þá dansa ég nú aldrei. Annars, ég fer með þeim upp og eftir smá tíma þá sé ég tvær stelpur dansandi, þetta var dans hannaður til þess að grípa athygli hjá strákum enda voru þær alveg uppí hvor annari. Andri nær að sannfæra Þór í að reyna í þær, ég ákveð að halda fjarlægð minni og horfi á þá fimm metra í burtu. Ég gat ekki heyrt í þeim en látbragðið sagði alla söguna, það byrjar með því að stelpurnar fara í langan sleik og fara að káfa á brjóstunum. Þegar því lýkur þá horfa þær báðar á Andra og Þór eins og þær séu að bíða eftir einhverju, Andri án hiks, tekur Þór og reynir að nálgast hann en Þór heldur fjarlægð sinni frá Andra. Þá kom smá DeNiro svipur á Þór, en Þór fer ekki, Andri hinsvegar fer að tala mikið við Þór og Þór svarar til baka þar til að lokum þá sýndist mér eins og þeir höfðu komist að sameiginlegri niðurstöðu... Þá fóru Andri og Þór í sleik. En eftir það, þá fengu þeir að dansa við þær. Ég hló, að þessu, að lífinu, að sjálfum mér fyrir að hafa séð þetta. Ég geng aftur niður, hitti Ása skyndilega og fer að tala við hann um eitthvað rugl, en svo eftir u.þ.b fimm mínútur koma Andri og Þór aftur niður. Við förum út og förum í hraðbanka, og þeir ætla víst að hitta stelpurnar aftur á barnum seinna. Til þess að stytta langa endinn, þá feilaði það litla plan og engar stelpur komust aftur í hendur þeirra Andra og Þórs.

Eins og Andri sagði við mig eftir þetta (vel fullur): "Eina stelpan sem ég hef fengið í kvöld er Þór"

Þór hinsvegar tók í kringum hálsinn á mér og sagði: "Þetta gerðist aldrei!"

Þór gagnrýndi Andra fyrir að nota alltof mikla tungu, en Andri sagði að Þór væri nokkuð góður í þessu bara, jájájájájájájájá...

Mér finnst þessar ljósmyndir henta svakalega við þetta tilfelli...


Þetta eru ekki Þór og Andri, þetta eru ljósmyndir af mjög svipuðum aðstæðum hinsvegar aðeins með öðru fólki.


Svona gengur þetta fyrir sig, hann hélt að þetta væri ást, en honum var nauðgað rækilega.


Jæja, ég nenniggi meiru.


Assalaamu Alaikum.


Sindri Gretarsson.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Guð!!! þetta líkist tomma sem liggur þarna, plíz segðu að þetta sé ekki hann!!

Nafnlaus sagði...

Jú, þetta er hann Tommi...

Nafnlaus sagði...

haha tommi..hommi