Sindri Gretarsson 27. maí 2006 ***1/2 af ****
Lok-fokking-sins. Hale-fokking-lúja. Þetta er útgáfan sem átti að gefa út, þetta er alvöru myndin. Það á að alvarlega meyða hvern sem kom með hugmyndina að klippa myndina í kássu og gefa hana út í bíó sem þannig, það á að gera eitthvað langtímabundið og mjög sársaukafullt við hvern sem ber ábyrgðina á því, því hver sem það næstum eyðilagði fullkomlega góða mynd. Ég hrósa Guði, Allah, Shiva og alla þá fyrir að hafa gefið manninum heilögu gjöfina sem kallast director's cut, það bjargaði Kingdom of Heaven, sem er hér með í þessari útgáfu u.þ.b 50 mín lengri en bíóútgáfan eða rétt yfir þrír klukkutímar að lengd. Söguþráðurinn er ennþá í eðli sínu sá sami, Balian hittir föður sinn í fyrsta skiptið sem er barón í konungsríki Jerúsalems, faðir hans deyr á leið þeirra til Jerúsalem og hann Balian erfir stöðu hans sem barón af Ibelin. Balian kynnist pólitísku vandamálunum sem eiga sér stað í ríkinu og verður að lokum eitt uppáhald konungsins sem er leikinn nokkuð andskoti vel af honum Edward Norton. Upprunalega útgáfan, þó fín mynd skorti gersamlega allt mannlega innihald, persónusköpunin var nánast engin, atburðarrásin varð að ringulreið og hætt var að gefa neina ástæðu fyrir henni. Þetta glænýja director's cut fyllir í nánast allar holur, hún sýnir okkur ástæðurnar bakvið persónurnar, gefur manni eitthvað skyn af mannleika sem var ekki til staðar í bíóútgáfunni. Heilir söguþráðir voru klipptir út sem útskýra mikilvæga hluti um margar helstu persónurnar, þá sérstaklega fyrir persónuna Sibyllu sem Eva Green lék. Orlando Bloom fær líka meira innihald, og loks er útskýrt hvernig í andskotanum hann varð svona rosalega góður að berjast uppúr þurru. Þó verður það að segjast að það var leikarinn Ghassan Mossoud sem lék Saladin sem trompaði myndina, aukaleikaraliðið var þó alveg rosalega sterkt. Brendan Gleeson, Jeremy Irons, Marton Csokas, Liam Neeson, Alexander Siddig, David Thewlis voru allir í toppformi, Eva Green skánar líka töluvert í director's cut en sá eini sem mér fannst eiga ekki heima í myndinni var því miður hann Orlando Bloom. Sagan tekur sterkara grip yfir athyglinni í þessari nýju útgáfu, trúarádeilurnar milli kristna og múslima verða flóknari og merkilegri, líkt og fyrri útgáfan þá eru sýndar góðar og slæmar hliðar bæði kristna manna og múslima og deilurnar sem eiga sér stað milli þeirra og innan hvortveggja hópa. Svo eru auðvitað mörg svöl atriði sett aftur og þá líka mikið af blóði og ofbeldi sem var ekki í fyrstu útgáfunni. Eins og fyrri útgáfan þá er þessi alveg eins svöl, frekar svalari myndi ég segja. Myndatakan í Kingdom of Heaven er einhver sú alglæsilegasta í mannkynssögunni, hver sem segir annað er blindur. Framleiðslugæðin eru alveg svakaleg, útlitið fram yfir allt annað er gullsins virði, Ridley Scott er meistari þegar það kemur að þessum málum kvikmynda. Það er hrein skömm að myndin skuli hafa orðið svona slæmt fórnalamb klippingaferilsins, ég vona að þessi mynd vakni til lífs hjá fólki með þessari útgáfu því hún á það virkilega skilið. Þetta hefði getað verið ein af bestu myndum ársins 2005. Hver sem er að lesa þetta, ekki horfa á bíóútgáfuna, það er ókláruð kvikmynd og er skítur á priki miðað við director's cut. Ég hvet hvern sem hefur áhuga eða fannst bíóútgáfan léleg að sjá þessa útgáfu, þetta er líklega besta dæmi sem ég hef nokkurn tíman séð um mismun milli almenna og leikstjóraútgáfu. Svo má ekki gleyma það að aukaefnið sé einnig kostulegt, enda er þetta fjagra diska sett svo það má búast við öllu í toppgæðum. Mig langar til þess að gefa henni fjórðu stjörnuna, Director's Cuttið klórar hana en ég skil hana eftir með gífurlega kröftuga þrjár og hálfa stjörnur. Kingdom of Heaven Director's Cut, er eins og myndin átti að vera og á avallt að vera.
Sindri Gretarsson.
laugardagur, maí 27, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli