fimmtudagur, maí 25, 2006

American Dreamz

Sindri Gretarsson 25. maí 2006 **1/2 af ****

American Dreamz er einn stór brandari um Bandaríkin, það er enginn skýr söguþráður né nein markmið sett fram fyrir utan það að dissa hver einustu pólitísku og samfélagsgildi bandaríkjamanna. Í staðinn fyrir skýran söguþráð fáum við mikið af furðulegum persónum af öllum gerðum, allt frá nettheimska forsetanum til kvenlega hommans. Dennis Quaid leikur forsetan mjög skemmtilega, það er greinilegur Bush þarna inn í honum og svo er það Hugh Grant sem kom líka með eitt þá bestu brandarana en það var þó Willem Dafoe sem var nálægt því að stela myndinni þrátt fyrir sitt litla hlutverk. Hver einasti leikari var góður, allir pössuðu í hlutverkin sín sem er stór plús fyrir American Dreamz. Endinn skilur mann þó eftir svolítið tóman, þar sem enginn söguþráður er til staðar þá endaði myndin á varla neinum endi. American Dreamz er bara skemmtileg og fyndin á sinn eigin hátt, og virkar mjög vel sem sýrð ádeila á bandaríkjamenn, tvær og hálf stjarna er hentugt þetta skiptið.

Gesundheit.

Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: