Á bloggsíðu Þossa vinar míns fann ég afar skemmtilegan spurningalista, ég ákvað að nýta mér hann...
4 Störf sem ég hef unnið við um ævina:
- Vinnustofu Reykjavíkur (sumar 2001), það er ekkert verra til en sú vinna. Tímaeyðsla fyrir litla krakka sem hafa ekkert betra að gera, og líka aðferð fyrir foreldrana að halda krökkunum í burtu öll sumör.
- Hrafnista (sumar 2002 og 2003), fínn staður.
- BS Ráðgjöf (mars 2004, eitt kvöld), símasala, eftir þrjá klukkutíma fór mér að líða illa. Seljandi rusl fyrir fólk sem nennir ekki að tala við mig... Aðeins meiri tími og ég hefði getað eyðilagt sjálfan mig.
- Orkuveita Reykjavíkur (sumar 2004 og 2005), hápunktur vinnanna minna, fer þangað aftur líklegast þetta sumar.
4 Bíómyndir sem ég get horft endalaust oft á:
- GLADIATOR - Hún er alltaf jafngóð, sama hve oft ég sé hana, alveg síðan ég sá hana fyrst 13 ára gamall árið 2000 hef ég verið ástfanginn af þessari mynd. Besta hefndarmynd sem ég veit um...
- THE GREAT ESCAPE - Af öllum gömlum myndum þá er Great Escape mín uppáhalds, þótt hún sé 43 ára gömul þá hefur hún elst óvenju vel.
- MASTER & COMMANDER - Önnur Russell Crowe mynd, glæsileg mynd, get alltaf horft á hana.
- THE LAST OF THE MOHICANS - Nostalgía dauðans, ein fyrsta mynd sem ég man eftir að hafa séð (grein um hana fyrir neðan).
Vitaskuld eru það ótalfleiri sem ég get nefnt, aðeins nefni ég hér myndir án framhalda, ég get alltaf horft á Star Wars, LOTR og svo framvegis en þessar fjórar eru mögulega þær helstu...
Sjónvarpsþættir sem falla mér vel í geð:
Ég horfi aldrei á það, síðan nóvember 2003 hef ég ekki horft á neina sjónvarpsrás heima hjá mér, hef þó rekist á það stundum annars staðar.
- BAND OF BROTHERS - Geðbilaðir þættir, sjónvarpsefni sem getur auðveldlega sloppið sem eitthvað besta efni sem tekið hefur verið upp.
- ROME - Yndislega grófir og raunverulegir þættir um tíma Gaius Ivlivs Caesar, ofbeldi og kynlíf, ofbeldi og kynlíf, ofbeldi og kynlíf. Þessir þættir hafa örugglega metið yfir flestar fullnægingar í einni seríu.
- FIREFLY - Þættir sem eru einstaklega skemmtilegir, Malcom Reynolds er snillingur.
- FAMILY GUY - Þarf ég að segja af hverju?
Því miður hafa Simpsons þættirnir dafnað gífurlega á seinustu 10 árum enda ættu þeir að vera löngu hættir.
4 Staðir sem ég hef búið á:
- Í mömmu minni, þar sem ég fæddist tveimur mánuðum fyrir tíman þá voru það aðeins 7 mánuðir. Ég man lítið eftir því en eins og mér er sagt af trúverðugum heimildum þá var það kraftaverk að ég lifði af, líkurnar voru eitthvað um 11%... 1986-1987
- Reynimelur 45, man eftir köflum, eins og flashbökk úr kvikmyndum. 1987-1994
- Hagamelur 8, hápunktur æsku minnar, þegar ég átti vini og framtíð. 1994-1998
- Langholtsvegur 170, Engan stað hef ég hatað jafnmikið og þann sem ég bý á, eftir flutning minn hingað þá missti ég nánast alla vini og lenti í slæmum félagskap og var laminn ótal oft í hinum ógurlega Vogaskóla. Megi sá skóli brenna... Öllu þessu hefur batnað, ég er ekki lengur óhamingjusamur heldur frekar sáttur með tilveruna og húsið þar á meðal. 1998-núna
Matarkyns sem ég held uppá:
- Lambahryggur, Mmmmm... fita :)
- Pizza, allir vita af hverju.
- BBQ Wings, gómsætt.
- Melónur.
Síður sem ég heimsæki daglega:
- wikipedia.org, þessi síða hefur allt.
- hugi.is. Rétt eins og Þossi þá veit ekki einu sinni af hverju ég fer þangað lengur.
- kvikmyndir.is, ég skrifa þar reglulega.
- ýmisleg blogg, fátt skemmtilegra en tilgangslaust rugl, rétt eins og þetta.
Staðir sem ég mundi frekar vilja vera á núna:
- Meginlandi Evrópu, Ísland er að þreytast.
- Í Rómaborg eða Grikklandi fyrir 2000 árum síðan.
- Í kjöltunni hennar Scarlett Johanson. (Ég verð að sjá fokkings Match Point)
- Í kjöltunni hans Orlando Bloom. (crap leikari, en samt, þá vekur hann upp litlu gelgjuna í mér)
Gesundheit.
Sindri Gretarsson.
þriðjudagur, mars 07, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Orlando Bloom!?
Eugh!! Í alvöru! Ég æli í fat.
Ég vona að þú hafir fattað djókið Þossi :)
Skrifa ummæli