miðvikudagur, mars 08, 2006

Jói P!

Jón P. er karakter sem ég fann upp á með Þór fyrir um það bil einni klukkustundu síðan, hann er fyrsta íslenska hasarmyndahetjan. Fyrir neðan eru hans fyrstu atriði í hans fyrstu kvikmynd, "Jói P. fer út með ruslið".

FADE IN:

INT/NIGHT - HERBERGI

Sjö ára strákur gengur inn í herbergið.

STRÁKUR
Pabbi, ég er með hausverk!

Jói P. lítur á drenginn og innan við sekúndu dregur hann upp byssu og skýtur kúlu gegnum höfuð drengsins, heilar og þannig fljúga um háaloftin...

JÓI P. (með djúpri og karlmannslegri rödd)
Sá sem hefur hausverk, má búast við dauðverk.


INTRO - Lame 80's synth tónlist byrjar með skotum af Jóa P. keyrandi bíl.


EXT/DAY - GARÐUR


Jói P. er á bílnum að krúsa.

GÖMUL KONA
Jói P! Ég krefst hjálparhönd!

Jói stoppar krúserinn og gengur að henni.

JÓI P.
Hvað er málið?

GÖMUL KONA
Ég kemst ekki í skóinn minn, áttu nokkuð skóvönd eða þannig vinur?

Jói rífur af bakinu sínu stóra haglabyssu og sprengir fótinn af gömlu konunni sem dettur niður og öskrar ógurlega meðan blóðið fossar úr henni.

JÓI P.
Nú hefuru engan fót til þess að setja skóinn á... haglarinn leysir öll mál.


EXT/NIGHT - GATA


Jói er að leggja krúsernum sínum utan húsið sitt.

HÚSMÓÐIR
Afsakið Jói!

JÓI P.
Fröken?

HÚSMÓÐIR
Hann Villi (köttur) vill ekki koma af tréinu, gætiru hjálpað mér?

JÓI P.
Humm...

CUT TO:

Jói kastar frá sér eldsneytishylki og kveikir í tréinu.

JÓI P.
Eldur brennir, og eldur hreinsar.

HÚSMÓÐIR
Mun ekki eldurinn kveikja í kettinum mínum?

JÓI P.
Treystu mér fröken, ég er með stúdent í félagsfræði.

END SCENE



Jæja þá er það allt með Jóa P.

Meira seinna :)


Gesundheit.

Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: