Kvikmyndaskólinn, kvöldskóli MH, bíó, fjölskyldumál, bankamál, vinamál, allt þetta sinnum 10.000 og margfaldaðu því með tölu svo stóra að Guð sjálfur myndi springa við hugsun hennar. Svona er líf mitt í dag, alls ekki slæmt þó, erfitt á góðan hátt frekar. Lífið er víst leitin af hamingjunni, lögmál hamingjunnar snýst um langar þjáningar og erfiði til þess að öðlast nokkur augnablik af hamingju, af einhverjum furðulegum ástæðum er hamingjan alltaf þess virði, sama hve stutt hún endist. En nóg um heimspeki og tilgang lífsins, og meira um sjálfan mig...
Ég er sífellt að blaðra við klofna persónuleika minn um framtíðarmyndir sem ég vil gera, og ég er að svitna yfir bók sem ég vil eignast, sú bók kallast "The age of Charles Martel" og er um líf Charles Martel. Þeir sem kunnast ekki við nafnið, sem eru langlíklegast allir (nema þeir sem heyrðu það frá mér) þá var Martel afi Charlemagne (Karlamagnúsar) og hann var að miklu leiti "bjargvættur" Evrópu frá Islam á sínum tíma. Orrustan við Tours árið 732 A.D voru tímamót í sögu Evrópu þegar Charles Martel safnaði saman liði af um það bil 50.000 hermönnum (mest allt fótgöngulið) og gjörsigraði her Múslima sem voru um það bil 300.000 að tali með eitt besta og stærsta hestalið í heiminum. Martel tapaði 1500 mönnum, tölur um töp múslimanna eru óþekktar, en af báðum hliðum voru töp múslimanna talin gríðarleg. Af þessari ástæðu var Charles kallaður Charles Martel, Martel þýðir "Hamarinn", og þetta nafn á vel við hann. Eins og ég hef lesið um hann þá hefur líf hans verið erfitt og fjölbreytt, að gera kvikmynd um hann og þessa orrustu væri draumur. En fyrst... þarf ég að skrifa handrit, ég er þegar byrjaður en ég þarf þessa bók, ég er hreinlega ekki nógu reyndur til þess að skapa mitt eigið efni á blaðformi.
Ég geri mig fullkomlega grein fyrir því að þetta verkefni er svona 20 ár í framtíðina ef ég fæ tækifærið til þess að gera það, en annars er ég að fikta við aðrar hugmyndir, en svona er lífið, togstreita til þess að öðlast hamingjuna og hamingjan er að gera það sem þú vilt...
Rétt áðan sá ég Underworld: Evolution, ég nenni varla að skrifa umfjöllun um þá mynd, ég var enginn aðdáðandi fyrri myndarinnar og þessi var þó nokkuð verri. Ímyndaðu þér samansafn af tölvuleikjahasar með tilgerðalegum og ómerkilegum söguþræði, þá hefuru séð Underworld: Evolution, sparaðu peninginn og gleymdu henni.
Svo sá ég íslensku myndina "Blóðbönd" fyrir viku síðan, leikstjórinn Árni Ó. Ásgeirsson er enginn annar en túdorinn minn í kvikmyndaskólanum, hvernig get ég dæmt myndina á hlutlausan hátt þar sem ég þekki leikstjórann persónulega? Í fullum heiðarleika þá kom myndina mér á óvart, hún var ekkert "milestone" í kvikmyndasögunni en hún var þó bati í íslenskri kvikmyndagerð. Svo sá ég "Síðasta bæinn í dalnum", íslensku stuttmyndina sem er tilnefnd til óskarsverðlauna, fyrir utan miklar líkingar við Börn Náttúrunnar þá var þetta fjári góð stuttmynd en eins og flest íslenskt, þunglynt.
Það er annað mál, nauðsyn Íslendinga til þess að skapa þunglyndar myndir, er Ísland að eðli sínu þunglyndislegt, ég er að bíða eftir íslenskri mynd sem er hamingjusöm eða fyndin að eðli sínu. Það er mun erfiðara að skapa kómískar myndir en dramatískar, leikstjóri sem getur gert bæði vel hefur sannað hæfileika sína, eða hver sem hafði stórt hlutverk við gerð myndanna.
Jæja, ég nenni þessu ekki lengur, ætla núna að horfa á Interview with the Vampire. Underworld: Evolution gerði eitt aðeins og það var að minna mig á hve virkilega góð Interview with the Vampire er, bless á meðan...
fimmtudagur, febrúar 16, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli