miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Good Night and Good Luck

Sindri Gretarsson 8. febrúar 2006 **1/2 af ****

Þetta er nú ofmetin mynd og á hvergi heima í óskarsverðlaununum, það er þó mitt álit og það er ekkert endilega heilagt. Ed Murrow leikinn af David Strathairn er bandarískur fréttamaður á 6. áratugnum sem felur í sér það verkefni að koma þingmanninum Joseph McCarthy af þingi þar sem hann er fasisti og kommunistahatari af verstu gráðu. George Clooney er nú í leikstjórastólnum, ég er ekki viss hvort ég get sagt að þetta sé vel leikstýrð mynd, hún er tæknilega séð mjög vel gerð en efnið sem er fjallað um er alveg bláþunnt og útfærslan jafnvel þynnri. Tómar persónur, ómerkilegt handrit, það var mjög lítið við myndina sem kveikti neinn áhuga. Ég er ekki að sjá það sem öðrum finnst svo heillandi við myndina, hún er þó ekki alslæm, það var ágætt magn af sögulegum afskiptum sem lyftu myndina nokkuð upp, sérstaklega fyrir mig sem þekkir söguna um þingmanninn McCarthy vel. Ég er mjög svekktur með myndina þar sem ég hafði heyrt góða hluti um hana, í Good Night and Good Luck sé ég mjög lítið merkilegt, hún sleppur sem sæmileg pólitísk vella.

Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: