miðvikudagur, desember 14, 2005

King Kong


Sindri Gretarsson 14. desember 2005 ***1/2 af ****

Ég get varla lýst King Kong sem kvikmynd, heldur frekar sem einhverskonar atburð í lífinu sem er erfitt að skilgreina eða túlka. Fyrsta áhorfið mitt á King Kong minnir mig á Return of the King, þetta er hrein ofhleðsla á öll skynfærin, svo mikið gerist sem ég hef aldrei séð áður og það var allt saman gersamlega geðbilað að öllu leyti. Fyrst var það ógurlegi Jar-Jar Binks, svo var það Gollum/Sméagol, nú er það Hinn glæsilega-geðveiki King Kong, hann á það skilið að vera kallaður hinn svalasti andskoti í tölvuheiminum, þrátt fyrir þessa vitund að hann væri tölvuteiknaður þá átti ég erfitt með að taka eftir því þó svo ég reyndi það. Auðvitað var það Andy Serkis sem lék Gollum/Sméagol sem leikur Kong með gömlu góðu ´motion-capture´ tækninni, án hans þá hefði Kong verið dauð brúða og þar sem þungamiðja myndarinnar er Kong sjálfur þá á hann Serkis mikið hrós skilið, svo kom Serkis einnig fram sem kokkurinn Lumpy, í þetta skipti er hlutverkið ekki tölvuteiknað heldur mjög kómískt og tækifæri fyrir Serkis að láta andlitið sitt sjást. Ég hafði mína efa um Jack Black sem leikur Carl Denham, kvikmyndagerðamanninn sem svindlar á framleiðendum sínum til þess að taka upp myndina sína á fornri eyju sem aðeins hann veit af. Sem betur fer þá heldur hann vel í hlutverkið sitt, hann hefur sína gríntakta en hann tekur vel í dramatísku hliðarnar sem gefa persónu hans þó nokkra dýpt. Ann Darrow sem er leikin af Naomi Watts er atvinnulaus leikari sem Denham tekur með sér í för sína til eyjunnar og meðal þess þá neyðir hann Jack Driscoll handritshöfund, leikinn af Adrien Brody með þeim. Brody stendur sig vel sem ólíklega hetja myndarinnar en hann er enginn píanisti þetta skiptið. Hún Ann er tekin föst af frumbúum eyjunnar og gefin sem fórn til Kong sem leiðir að hinu einkennilega sambandi milli Ann og Kong. Hvernig er hægt að sýna ástarsamband milli ljósku og gígantískum apa án þess að koma áhorfandanum til þess að hlægja? Útskýringin er líklegast einfaldlega frammistöður þeirra Andy Serkis og Naomi Watts, meðal þess þau mannlegu einkenni sem Kong sýnir gegnum myndina, sýnir áhorfandanum að Kong er ekki heimskt dýr heldur misskilin og ´góð´ vera. Mér sýnist það mögulega hafa verið mikið óhapp að missa Howard Shore því mér fannst James Newton Howard ekki alveg vera að sýna sitt besta í tónlistinni, kannski hafði hann ekki nógan tíma en hann hafði sínar góðu stundur en nokkrar slæmar þar á með. Lengdin er 180 mínútur en alls ekki öf löng að líða, mér fannst þó eins og pakkað hefði verið einum of mikið af persónusköpum gegnum fyrri helming myndarinnar en loks þegar Kong birtist eftir 70 mínútur (allir muna eftir Jaws reglunni?) þá koma einhver þau geðveikustu og sturluðustu atriði sem ég hef nokkurn tímann séð. Það eru einkenni sem Peter Jackson skilur eftir sig með kvikmyndirnar sínar og þegar það kemur að King Kong sem er hans draumaverkefni þá skilur hann mörg eftir sig og þau fengu mig til þess að hoppa af kæti. Það er nóg af dýralegu ofbeldi og óheppnu fólki sem kremst undir massa stærri vera og hver vill ekki sjá það? Mikið er verið að stíla sig við 1933 útgáfuna af King Kong, enda gerist kvikmyndin það sama ár, það sem Jackson reynir að gera er að ´uppfæra´ gömlu útgáfuna fyrir nýrri áhorfendur. Í stað þess að nota stop-motion eða einhvern gaur í apabúning þá vill Jackson nýta Weta tölvubrellurnar til þess að skapa ennþá stærri veröld kringum Kong en mögulegt hafði verið fyrir 72 árum síðan. King Kong frá 1933 var kvikmyndin sem hvatti Jackson í kvikmyndaheiminn og það sést vel í þessari nýju útgáfu hve mikla ástríðu hann hafði fyrir þessari sögu sögu, hann Jackson má vera vel stoltur af myndinni sinni. King Kong er kvikmyndaupplifun sem reynir á öll skynfærin sín og skilur mann eftir furðu lostinn, hún er þó ekki fullkomin, hún hefur sína litlu galla en þrátt fyrir það er hún ein besta myndin á árinu.

Sindri Gretarsson.

Engin ummæli: