Sindri Gretarsson 17. desember 2005 **1/2 af ****
Aeon Flux er ágætis dæmi um mynd sem kemur manni á óvart, treilerinn var þvílíkt rusl og allt benti til þess að þessi kvikmynd væri hræðileg. Þó svo að hasarinn hafi verið ómerkilegur þá er Aeon Flux nokkuð áhugaverður vísindaskáldskapur, sagan varð mun dýpri en ég bjóst við og það sást að reynt hafi verið að gera eitthvað af viti. Mér finnst þó myndin vera hálfgerð ´kvenkyns´ útgáfa af Equilibrium, rétt eins og ég hafði heyrt annars staðar um myndina. Aeon Flux gerist árið 2517 þegar eftirlifendur sjúkdóms sem eyddi 99% af jarðarbúum árið 2011 hafa safnast saman í eina borg sem kallast Bregna, Aeon (Charlize Theron) er útsendari andspyrnuhreyfingu gegn stjórnvalda Bregnu sem einkennast af einræði og fasisma. Hennar nýjasta verkefni leiðir að kjarna þess stjórnvalda sem hefur meiri leyndarmál en allir halda, myndin hefur meiri pólitík en hasar og þar sem hasarinn var frekar slappur í gæðum þá hefur allt annað meira vægi. Aeon Flux er langt frá því að vera neitt gífurlega merkileg en hún er ágæt sem hreinn vísindaskáldskapur.
Sindri Gretarsson.
laugardagur, desember 17, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli