laugardagur, desember 10, 2005

Greenstreet Hooligans

Sindri Gretarsson 10. desember 2005 ***/****

Greenstreet Hooligans er persónusaga Matt Buckners sem á sér stað í Englandi eftir brottvísun hans frá Harvard, þar kynnist hann frábrugðinni menningu og hann lærir hvað það er að vera hluti af fótboltafirmu með honum Pete sem stjórnar henni. Reynslan hans skapar nýja hlið á honum þar sem ofbeldi verður venja og orðspor skiptir mestu máli en það sem hann þarf líka að læra eru takmarkanir því áhættan bakvið þessar firmur geta valdið miklu veseni. Myndin byggist aðallega og er gersamlega í höndum leikaranna, handritið var mjög vel skrifað en ef leikararnir hefðu ekki staðið sig þá hefði öll sagan drepist. Sem betur fer þá fara þeir Elijah Wood og Charlie Hunnam vel með söguna, Hunnam var ég mest sáttur með sem Pete, Matt og Pete verða mjög ólíklegir vinir en þeir virkuðu vel saman. Lexi Alexander hefur staðið sig mjög vel, stíllinn var mjög hrár og raunverulegur og sama með ofbeldið, eini gallinn sem mér fannst trufla myndina voru nokkur augnablik af talsetningu sem þjónuðum litlum tilgangi, annars þá er Greenstreet Hooligans mjög vel heppnuð persónumynd um karakterörk Matt Buckner's og ég er mjög sáttur með hana.

Sindri Gretarsson

Engin ummæli: