Stjórnendur kvikmyndir.is eru eitthvað mótþróir við að samþykkja umfjöllunina um A History of Violence sem ég skrifaði fyrir meira en tveimur vikum síðan, svo ég set hana hérna í bili...
A History of Violence 7.okt 2005 Sindri Gretarsson.
****/****
A History of Violence spyr afar athyglisverða spurningu, hverskonar áhrif hefur ofbeldi á líf manna? Hvað er ofbeldi og hver eru takmörk þess? Spurningunni er svarað með Tom Stall, meðal bandarískur fjölskyldumaður sem á smáverslun í smábæjarfélagi við hjarta bandaríska draumsins, þar til að tveir menn ganga inn í smáverslun hans. Þeir eru komnir til þess að ræna búðina hans, og þeir nota líkamlegt vald og að lokum byssur en Tom bregst fljótt við og drepur báða ræningjana áður en þeir gátu gert neinu fólki mein. Þessi eini atburður leiðir af sér hálfgerða keðjuverkun sem hefur áhrif á allt líf Tom Stall og það afhjúpar alla fortíð hans. Það sem gerir A History of Violence svona merkilega er hve einstaklega hrá og raunveruleg hún er, það er aldrei reynt að fela harða sannleikann bakvið hve virkilega sjúkt ofbeldi getur verið og hve dýralegt kynlíf getur verið, kynlíf og ofbeldi á meira sameiginlegt en flestir halda, sem er eitthvað sem myndin sýnir. Viggo Mortensen varð frægur eftir að hafa leikið Aragorn í Lord of the Rings þríleiknum, það má gleyma frammistöðu hans í þeim myndum, sem Tom Stall fær hann í fyrsta skipti að láta ljós sitt skína, frammistaðan hans er eitthvað sem ég kalla vel verðugt fyrir óskarinn. Maria Bello á sér áráttu í kvikmyndum að leika alltaf konur sem eru í miklum kynlífsatriðum, t.d Permanent Midnight og The Cooler, og það heldur áfram með A History of Violence en hún var líkt og Mortensen mjög góð. Ed Harris kemur með frábært aukahlutverk og líka gerir Williams Hurt það, en svo er það hann Ashton Holmes sem leikur Jack Stall son hans Tom sem sýnir hvað hann getur í leiklistaheiminum. Í raun mætti segja að A History og Violence sé að einhverju leiti satíra á bandaríska þjóðfélaginu, smábæjarfélagið er sýnt sem saklaust borgarafélag að utan en að innan eru alveg hryllilegir hlutir að eiga sér stað. Ég las í einhverri umfjöllun sem einhver kristinn Kani skrifaði um myndina, hann sagði að kynlífið milli Mortensen og Bello væri ótrúverðugt miðað við að þau séu kristin, þetta á ég nákvæmlega við. Það eru þessar þjóðfélagsreglur sem yfirborðið sýnir en að innan eru allt aðrir hlutir að gerast, kristinn eða ekki þá er svona kynlíf alveg vel hugsanlegt eins og sýnt er í myndinni, það kom mér þó á óvart að þessi gagnrýndi einbeitti sér meira á kynlífinu en ofbeldinu, má semsagt slátra fólki á viðbjóðslegan hátt en ekki stunda samfarir? David Cronenberg hefur aldrei verið í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér, en A History of Violence er besta myndina hans sem ég hef séð og meðal þess er hún besta myndin sem ég hef séð frá árinu 2005 hingað til. Það er eitthvað við þessa mynd sem fær mig til þess að elska hana, það gæti verið harði sannleikurinn á bakvið söguna, gæti verið grimma ofbeldið en ég held að það sé þetta tvennt blandað við hvernig karakterörkin hans Tom Stall þróast gegnum myndina. Ég tel að þessi mynd falli gersamlega undir kvikmyndasmekk, því þessi mynd hefur ekki þessa áru kringum sig eins og Sin City fyrr á þessu ári, þrátt fyrir það er þetta að mínu mati besta mynd 2005 sem ég hef séð hingað til.
Ég vona aðeins að þeir fari að samþykkja umfjöllunina, ég sé ekkert sem er að henni.
Sindri Gretarsson.
laugardagur, október 22, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ha ha ha ha! Þú ert að fá Spam auglýsingar! Muhahahaha!
Ágæt umfjöllun annars.
Danke schön Einar:p
Skrifa ummæli