Sindri Gretarsson 28. ágúst 2007 **/****
Ég var að vonast til þess að loksins myndi koma út íslensk kvikmynd sem hægt væri að hylla, mynd sem væri verulega góð og hægt væri að minnast á sem ein af betri kvikmyndum frá þessu landi. Astrópía er því miður ekki sú mynd að mínu mati, hún er mjög mikil blanda og góðum og slæmum hlutum. Fyrsta lagi þá er húmorinn mjög mistækur, það eru um það bil jafn margir brandarar sem virkuðu og misheppnuðust. Leikararnir voru yfirleitt góðir, en flestar persónurnar voru einhliða og ómerkilegar. Ég get þó hrósað Ragnhildi Steinunni fyrir að vera mjög sannfærandi í aðalhlutverkinu og einnig fyrir að vera fáranlega myndarleg. Myndin er að leika sér mikið með klisjurnar sem eru til staðar í handritinu, ég fattaði grínið en mér fannst það yfirleitt ekki fyndið, mér leið eins möguleikarnir í handritinu væru ekki nógu vel nýttir þar sem handritið var býsna vel skrifað af honum Ottó Borg. Það gæti verið ósanngjarnt af mér að búa til einhverskonar gæðakröfur þegar það kemur að íslenskri kvikmynd sem miðað við Hollywood myndir kostar varla neitt í gerð, en mér fannst vanta soldið uppá myndatökuna og hljóð. Þetta er ein af fáum íslenskum myndum sem hefur einhverskonar bardagaatriði með sverðum og ófreskjum en það er mjög leiðinlegt að sjá svona slappa framkvæmd á þeim, viljandi gert eða ekki þá voru þau ekki að skila sér tæknilega séð og ef þau áttu að vera þannig fyrir húmorinn, þá var það ekki fyndið. Astrópía er ekki leiðinleg mynd, hún hefur góða spretti þá aðallega kringum miðja myndina, en endinn var mjög slappur og ófullnægjandi. Ég er líklega að verða einn mesti óvinur íslenskra kvikmynda á netinu, en það er alls ekki viljandi gert. Ég bíð þó enn eftir íslensku myndinni sem mun gera mig ánægðan, vonandi mun það gerast fyrr heldur en seinna.
Sindri Gretarsson.
þriðjudagur, ágúst 28, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Við verðum bara að gera mynd og sýna þessu pakki hvernig á að gera þetta ;)
Skrifa ummæli