Til þess að upplifa gott sumar á mínum aldri þá er margt nauðsynlegt. Í fyrsta lagi þá þarf frelsi, ekki aðeins heima heldur einnig í vinnunni og heppilega þá hafði ég einmitt það. Það þarf nógan pening, þá er ég að tala um lausan pening, pening sem hægt er að eyða án þess að taka eftir því og nóg af því. Svo þarf hreina samvisku, sálarlífið þarf helst að vera í rólegu ástandi en ef ekki... þá þarftu áfengi eða maríjúana til þess sjá um það fyrir þig. Þar sem það er sumar þá er öllum reglur um að "gera þetta í hófi" hent í eldinn.
Svo seinast þarf eina góða ferð til Amsterdam, af hverju? Af hverju ekki... burtséð frá því að leyft er að neyta kannabis, sveppi og e-töflur þá er Amsterdam líklega mjög athyglisverður staður til þess að skoða. Fullt af húsum þar og margar götur sem aðskilja húsin, það ætti að vera gífurlega skemmtilegt að vera í Amsterdam til þess að skoða borgina... og ekkert annað en það í 10 daga.
Hinsvegar þá verð ég fyrst í Þýskalandi í úthverfi Stuttgarts sem kallast Leonberg í nokkra daga, þaðan fer ég til Amsterdam og eftir Amsterdam þá fer ég til Kaliforníu með fjölskyldumeðlimum mörgum svo ég er ekki að koma aftur heim fyrr en 30. ágúst eða jafnvel 31. ágúst. Næsti blogpóstur verður þá ekki fyrr en þá eða jafnvel ekki fyrr en byrjun september mánaðar.
Flugvélin fer klukkan 07:25 eftir fáeina klukkutíma og ég er um það bil tilbúinn...
Sá sem getur sagt mér úr hvaða mynd nafnið á póstinum kemur án þess að fletta á netinu fær blautan koss frá mér þegar ég kem heim.
Sindri Gretarsson - "Jesus is in the Joint"
föstudagur, ágúst 10, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ekki kyssa mig undir nokkrum kringumstæðum en þetta er eins og allir vita úr Gangs of New York.
Skrifa ummæli