Sindri Gretarsson 18. júlí 2007 ***/****
Hver einasta kvikmynd sem Tarantino hefur gert er skemmtileg, Death Proof er mjög skemmtileg en frekar slöpp á snilldarmælikvarðanum. Útgáfan sem ég sá var um það bil tveir klukkutímar og átti upprunalega að vera 90 mínútur og sýnd með Planet Terror og helling af gríntrailerum. Það er skömm að þessi skipting átti sé stað þar sem það kemur í veg fyrir tilganginn bakvið upplifunina að horfa á tvær exploitation kvikmyndir í röð. Þrátt fyrir það þá finnst mér að þessi lenging á kvikmyndinni hafi verið ónauðsynleg, myndin er of löng miðað við efnið sem hún hefur. Nokkrum sinnum þá gleymir myndin sér í samræðum og persónusköpun sem gerir voða lítið til þess að hjálpa myndinni. Ég myndi halda það að styttri útgáfan sé betri þó ég hafi ekki séð hana. Death Proof hefur þó margar frábærar Tarantino samræður og mörg virkilega spennandi og ofbeldisfull atriði sem gera myndina að lokum þess virði að sjá. Það sem fer mest í taugarnar á mér er að Death Proof á ekki að vera ein kvikmynd heldur er hún hluti af kvikmynd sem verður vonandi gefin út á DVD með Planet Terror og gríntrailerunum þar sem hægt verður að sjá allt þetta saman eins og það átti að vera. Skemmtanagildið í Death Proof er í hámarki en miðað við fyrri Tarantino myndir þá er Death Proof líklega allra versta myndin hans þrátt fyrir að vera mjög góð mynd.
Sindri Gretarsson.
miðvikudagur, júlí 18, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
HUGALAGA,HUGALAGA,HUGALAGA,HUGALAGA! ;)
Skrifa ummæli