laugardagur, mars 03, 2007

Smokin' Aces

Sindri Gretarsson 3. mars 2007 **1/2 af ****

Ég held að Smokin' Aces sé einfalt dæmi um að fíla, eða fíla ekki kvikmynd. Hvort sem hún verður á þinni góðu eða slæmu hlið er gersamlega tilviljunarkennt, en fyrir mig, þá lenti hún á minni góðu hlið. Það er eitthvað við hreint brjálæði, ofbeldi og húmor sem skapar alltaf jákvæð viðbrögð hjá mér, Smokin' Aces uppfyllir þetta þrennt einmitt. Söguþráðurinn er í stuttu um marga launmorðingja sem ætla sér allir til þess að drepa Buddy ´Aces´ Israel fyrir morðfjár og um FBI löggur sem þurfa að bjarga honum. Hver einasti leikari (og þeir eru margir) sýna sig, þá sérstaklega Jeremy Piven sem stelur öllum senunum sem Buddy ´Aces´ Israel, enda var hans hlutverk nánast hið eina sem krafðist einhverra verulega leikhæfileika, einnig hlutverkið hans Ryan Reynolds mögulega. Hún drífur sig soldið mikið í að uppsetja söguþráðinn til þess að koma sér strax að eltingarleiknum, hraðinn er góður og kemur þér í gott stuð en reynist mjög óstöðugur fyrir seinni hlutann þar sem allt fer í kássu. Uppbyggingin er góð en þar sem endinn reynist mjög veikur eða betur sagt, passaði ekki vel inn í myndina og þar sem Smokin' Aces er mjög siðlaus kvikmynd þá reynir hún að kremja einhverjum móral í blálokin sem mér fannst vera frekar misheppnað. Fyrir mynd sem hafði tiltörulega lítinn pening í framleiðslu miðað við svona kvikmyndir þá er hún mjög vel gerð, myndatakan er sérstaklega vel vönduð. Mér fannst myndin heppnast sem skemmtileg óreiða af ofbeldi og húmor en lítið meira en það, endinn var vel gerður en átti ekki heima í þessari mynd, hefði endinn passað betur saman við tóninn á myndinni þá hefði hún verið ennþá betri.

Sindri Gretarsson.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert fífl, þessi mynd á skilið fjórar stjörnur.