miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Little Miss Sunshine

Sindri Gretarsson 15. nóvember 2006 ***/****

Little Miss Sunshine er mjög einföld, létt og skemmtileg ´indie´ mynd, handritið er vel skrifað og leikararnir eru allir góðir, Steve Carell stelur nánast myndinni en hin unga Abigail Breslin á jafn mikið hrós skilið. Myndin fjallar um mjög mistæka fjölskyldu, heimilisfaðirinn (Greg Kinnear) er að missa vinnuna sína, móðirin (Toni Colette) sínöldrar, bróðir hennar (Steve Carell) reyndi að fremja sjálfsmorð, sonurinn (Paul Dano) hatar alla og talar aldrei við neinn, dóttirin (Abigail Breslin) hefur sér þann draum að keppa í Little Miss Sunshine keppninni og afi hennar (Alan Arkin) sem kennir henni danssporin sín er heróinsjúklingur. Fylgst er með ferðalagi fjölskyldunnar gegnum Bandaríkin á bilaðri rútu til þess að komast í Little Miss Sunshine keppnina í Kaliforníu í tæka tíð, auðvitað er ekkert nema vesen og fáranleg ævintýri sem bíða þeim. Mér leið vel þegar ég horfði á þessa mynd, þetta er eðaldæmi um kvikmynd sem hefur þann eina tilgang að dreifa endorfín tilfinningu til áhorfendurnar og það virkaði mjög vel. Meðal þess þá drullar myndin yfir bandarísku draumafjölskylduna og fegurðarsamkeppnir á mjög sérstakan hátt. Ef þú vilt sjá létta mynd sem kemur þér í gott skap þá skaltu endilega sjá Little Miss Sunshine, þegar hún kemur til landsins, hvenær sem það getur verið.


Assalaamu Alaikum.


Sindri Gretarsson.

2 ummæli:

Þorsteinn sagði...

Kókaín, Sindri, kókaín var efni afans.

S.G. Andersen sagði...

Af hverju rugla ég þessu alltaf saman...