Sindri Gretarsson 15. apríl 2006 *1/2 af ****
Firewall er mjög mikil skyndimynd, ég vissi nákvæmlega ekkert af tilveru hennar að neinu leiti fyrr en svona viku áður en hún kom út í Bandaríkjunum. Það hefur liðið langur tími síðan ég sá Harrison Ford í bíó og þar sem Paul Bettany leikur með honum þá ákvað ég gefa þessari mynd séns. Útkoman var mjög sérstök, Firewall er einhver tilgerðislegasta klisjumynd sem ég hef séð allt árið, eins og leikstjóranum væri nákvæmlega alveg sama um hvað væri að gerast í myndinni. Hinsevegar þá voru mörg atriði í myndinni tiltörulega skemmtileg til áhorfs, myndin byrjaði frekar leiðinlega en við seinni hlutann þá fer eitthvað athyglisvert að gerast en þá fellur myndin í nánast algeran húmor. Firewall er í mesta lagi miðjumoðskennd ´skemmtun´ sem hefur alls ekkert nýtt að bjóða í kvikmyndaheiminum, handritið var aumt, persónurnar ekkert skárri, myndtakan ómerkileg, spennan ekki til staðar, listinn heldur áfram... Ég er frekar fúll yfir að hafa þurft að eyða pening í þessa mynd, stjörnuglans Fords hjálpaði ekki einu sinni myndinni, ég hef ekkert meira að segja heldur en að Firewall sé ekki þess virði að sjá í bíó, mögulega sjónvarpi ef manni leiðist.
Gesundheit.
Sindri Gretarsson.
laugardagur, apríl 15, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli